Birtingaráðgjöf
Birtingaáætlanir snúast um að nýta fjármuni skynsamlega, tryggja vörumerkjum nauðsynlegt áreiti og að ná sem mestum árangri með sem lægstum tilkostnaði. Gerð birtingaáætlana snýst um val á miðlum (hvar á að birta), tímasetningu birtinga (hvenær á að birta) og áreiti (hversu mikið á að birta) og að tryggja að auglýsingar nái eyrum og augum markhópsins með sem hagkvæmustum hætti. Við veitum viðskiptavinum okkar faglega ráðgjöf og höldum vel utan um allt ferlið, allt frá gerð birtingaáætlana, bókana á miðlum til birtinga og eftirfylgni.
Þjónusta Birtingahússins
Birtingahúsið veitir auglýsendum faglega ráðgjöf um auglýsingabirtingar, uppbyggingu auglýsingaherferða, val og notkun fjölmiðla. Þjónusta og skilningur á virkni fjölmiðla er forsenda árangurs og við leggjum okkur fram við að sýna hann í verki.